Viðskipti innlent

Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þingmenn hér á landi eru með há laun í samanburði við meðallaun í landinu.
Þingmenn hér á landi eru með há laun í samanburði við meðallaun í landinu. vísir/eyþór
Hlutfall grunnlauna þingmanna samanborið við meðaltal reglulegra launa á Íslandi er 2,75 eftir ákvörðun kjararáðs. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi, töluvert hærra en á Norðurlöndunum og hærra en meðaltal Evrópusambandsríkja, samkvæmt tölum Eurostat.

Árslaun þingmanna, ef miðað er við nýtt þingfararkaup sem ákvarðað var á dögunum, nema 13,2 milljónum króna og þar með eru ekki taldar aukagreiðslur út af formennsku í ýmsum nefndum Alþingis, og önnur kjör. Til samanburðar nam meðaltal árslauna (regluleg laun) í landinu 5,3 milljónum árið 2015 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutfallið er því 2,75 en gæti verið nokkuð lægra séu almennar launahækkanir á árinu teknar með.





Eurostat, hagstofa Evrópu, tók saman grunnlaun þingmanna og meðallaun í löndum Evrópusambandsins árið 2010. Þar kom fram að hlutfall launa þingmanna, samanborið við meðallaun í landinu, væri að meðaltali 2,4.

Laun alþingismanna samanborið við almenn laun í landinu eru hvað hæst á Ítalíu og í Eystrasaltslöndunum. Hlutfallið lækkar þegar litið er vestar og eru laun þingmanna um tvöföld meðallaun í landinu eða minna í Slóveníu, Belgíu, á Norðurlöndum og í Suður-Evrópu, utan Ítalíu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×