Endurhæfingarlæknar fáir og nýliðun lítil Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Miklu færri en vilja komast að í endurhæfingu á Reykjalundi þegar þeir þurfa þess. vísir/valli Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi húsnæðisvandi og mannekla á endurhæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrifum. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt.Magnús ÓlasonGuðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum væru aðeins fimmtán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðalaldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi formaður FÍE sem jafnframt er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmenntaðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræðináms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna. Á sama tíma er viðvarandi húsnæðisvandi og mannekla á endurhæfingardeild Landspítalans sem stendur starfseminni þar fyrir þrifum. Hugmyndir um byggingu nýrrar álmu á Grensásdeild hafa lengi verið uppi en aldrei komist á fjárlög. Þar er sálfræðiþjónustan sérstaklega illa stödd og afar knýjandi að aðstaða sjúkra-, iðju-, og talmeinaþjálfunar og tengdrar starfsemi verði bætt.Magnús ÓlasonGuðrún Karlsdóttir, þáverandi formaður Félags íslenskra endurhæfingarlækna (FÍE), skrifaði grein í Læknablaðið í janúar 2015 þar sem á það var bent að læknar á Íslandi með sérfræðiréttindi í endurhæfingarlækningum væru aðeins fimmtán talsins og tíu af þeim starfandi. Áhyggjum lýsti hún af hversu meðalaldur þeirra var hár og nýliðun lítil. Magnús Ólason, núverandi formaður FÍE sem jafnframt er framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, segir að sennilega séu færri en tíu sem eru upphaflega sérmenntaðir í endurhæfingu, en aðrir hafi jafnvel aðra sérfræðimenntun en hafi bætt endurhæfingarlækningum við sérfræðisvið sitt síðar. Magnús segist vona að hægt verði að halda í horfinu, en jánkar því að samband geti verið á milli þess hversu fáir læknar líti til sérfræðináms í endurhæfingarlækningum og þess fálætis sem greininni er sýnt dagsdaglega – og endurspeglast í vanda þeirra stofnana sem sinna endurhæfingu sjúkra og slasaðra. „Við erum til dæmis að koma mun minna að kennslu læknanema heldur en var fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Þá var meiri áhersla á endurhæfingu en er í dag.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira