Sérsveitin fær að nota höggboltabyssur Þorgeir Helgason skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Táragasbyssur verða notaðar til þess að skjóta höggboltunum. vísir/getty Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15
Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09