Sérsveitin fær að nota höggboltabyssur Þorgeir Helgason skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Táragasbyssur verða notaðar til þess að skjóta höggboltunum. vísir/getty Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sérsveitin hefur tekið í notkun skotvopn sem skjóta höggboltum. Höggboltabyssur eru hugsaðar sem vægara úrræði en notkun hefðbundins skotvopns. Byssurnar skjóta mjúkum bolta úr svampi og eru almennt ekki lífshættulegar. Hafni kúlan í höfði, hálsi eða bringu manns getur það þó leitt hann til dauða.Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Ríkislögreglustjóri heimilaði, þann 12. ágúst síðastliðinn, sérsveitinni að taka í notkun vopnin með vísan til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í athugasemdum með reglunum kemur fram að talsvert af nýjum búnaði sé í þróun, svo sem rafmagnsbyssur, netbyssur og höggskotfæri. En samkvæmt áttundu grein reglnanna getur ríkislögreglustjóri heimilað notkun slíkra vopna í sérstökum tilfellum. „Sérsveitinni er heimilt að nota höggboltabyssurnar að uppfylltum sömu skilyrðum og henni er heimilt að beita kylfum. Beita má byssunni þegar brýna nauðsyn ber til og vægari aðferðir hafa ekki dugað,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Í svari frá Jóni segir í hvaða tilvikum heimilt er að nota höggboltabyssurnar, svo sem til að afstýra árás á lögreglumann eða þriðja mann eða til að handataka hættulega menn. Byssurnar má einnig nota þegar einhver reynir að koma í veg fyrir handtöku eða reynir að hindra lögreglu við störf sín og til að knýja fram hlýðni við skipun sem ekki er fylgt, enda sé nauðsynlegt að henni sé framfylgt tafarlaust. Vopnaburður lögreglunnar hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Fyrir tveimur árum bárust 250 hríðskotabyssur af gerðinni MP5 til landsins frá Norðmönnum. Málið vakti mikla athygli og óttuðust margir að vopnasendingin væri skref að auknum vopnaburði lögreglumanna. Landhelgisgæslan átti að fá 100 þeirra og lögreglan 150 en þegar kom í ljós að ekki var um gjöf að ræða voru þær sendar aftur til Noregs. „Ekki hefur enn komið til þess að sérsveitin noti höggboltabyssur í útkalli,“ segir í svari Jóns Bjartmarz. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15 Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. 21. nóvember 2014 19:15
Norðmenn vilja greiðslu í lok þessa árs og næsta fyrir byssurnar Sérstakur ráðgjafi norska varnarmálaráðherrans segir norsk yfirvöld alltaf hafa litið svo á að hríðskotabyssurnar hafi verið seldar til Íslands og vísa í samininga og dagsetta gjalddaga. 5. nóvember 2014 19:09