Enski boltinn

Sóp hjá Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedro, Conte og Costa kátir með verðlaunin.
Pedro, Conte og Costa kátir með verðlaunin. vísir/getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, var valinn stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni annað skiptið í röð.

Chelsea vann alla þrjá leiki sína í nóvember og hefur alls unnið átta leiki í röð.

Besti leikmaður nóvember-mánaðar kemur einnig úr röðum Chelsea.

Diego Costa fékk viðurkenninguna að þessu sinni en spænski framherjinn skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í nóvember. Þetta er í annað sinn sem Costa er valinn leikmaður mánaðarins en það gerðist einnig í ágúst 2014.

Samherji hans hjá Chelsea, Pedro Rodríguez, skoraði svo fallegasta mark nóvember-mánaðar en það kom í 2-1 sigri á Tottenham á Stamford Bridge. Markið má sjá hér að neðan.

Chelsea situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 34 stig. Liðið fær West Brom í heimsókn á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×