Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan fór á kostum í Hörpu í morgun. vísir/anton brink Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45