Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:45 Illugi, Jón Rúnar, Bjarni Ben og John Carlin ræða málin í Hörpu í dag. vísir/anton brink Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45