Bréfberi ógn við Batmanmynd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Djúpavík er afskekkt og yfirleitt friðsæl en í nokkra daga eru þar nú mikil umsvif vegna upptöku á atriði í nýrri mynd um Batman og félaga. Myndin er samsett. Vísir/AFP/Stefán Póstburðarmaðurinn Jón Halldórsson á Hólmavík er ósáttur við að geta ekki tekið myndir óáreittur á athafnasvæði kvikmyndagerðarfólks sem nú er í Djúpuvík á Ströndum. Verið er að taka upp atriði í Hollywood-myndinni Justice League sem er með stórstjörnuna Ben Affleck í hlutverki Batmans. Gríðarleg umsvif kvikmyndagerðarmannanna hafa vakið athygli. Einkaþotur, þyrlur, rútuhersing og heilt húsbílahverfi koma þar við sögu. Jón segir að þegar hann hafi komið að Djúpuvík á mánudag hafi menn merktir Securitas tekið á móti honum um einum kílómetra utan við þorpið. „Einn þeirra stoppaði mig af og sagði að það væru bannaðar allar myndatökur,“ segir Jón. Hann hafi gengið upp í fjalllendi og tekið myndir þar yfir svæðið. Myndirnar birti hann á bloggsíðu sinni holmavik.123.is og á Facebook. Að kvöldi dagsins sem Jón birti myndirnar kveðst hann hafa fengið símhringingu frá yfirmanni öryggismála á tökustaðnum. Sá hafi verið gríðarlega hvass og sagt fyrirtæki sitt geta orðið gjaldþrota vegna myndbirtinganna. „Hann skipaði mér að taka þetta út – sem ég bara gerði ekki.“ Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hólmavík, segir aðspurður að í raun hafi kvikmyndagerðarfólkið ekki vald til að banna fólki sem leið á um veginn um Djúpuvík að taka myndir. Hins vegar séu leikmunirnir á einkalóð og hægt sé að banna myndatökur af þeim og af fólkinu. „Þannig að væntanlega getur landeigandi eða þá leigjandi bannað slíkar myndatökur án þess að ég sé að fullyrða neitt,“ segir hann. Aðalvarðstjórinn kveðst hafa farið sjálfur norður í Djúpuvík á þriðjudaginn. Þar sé vel að öllu staðið. „Þeir vilja öllum vel og þeir hleypa allri umferð í gegn. Og eins og þeir sögðu við mig: Við getum náttúrlega ekki bannað mönnum að taka myndir en birting myndanna sem skaðar þetta verkefni er svolítið meinleg. Það er það sem þeir eru að reyna að koma í veg fyrir,“ segir hann. Að sögn Hannesar er verkefnið ótrúleg innspýting fyrir lítið samfélag með fábrotna atvinnustarfsemi. Jón sé hins vegar að spilla fyrir með birtingu myndanna. „Þessi ágæti aðili, hann Jón póstur, hann er svolítið að skemma fyrir öllum hinum, vegna þess að eins og gengur þá er þetta verkefni sem er háð ákveðnum reglum og þessir aðilar sem að þessu koma eru látnir skrifa undir samninga um að halda trúnað,“ segir Hannes. „Hann er virkilega að gera þetta í óþökk þeirra íbúa sem búa hérna. Þarna er fólk að fá vinnu við þetta verkefni og ég veit að íbúar hér vonast til þess að þetta kannski komi þessu svæði á kortið.“ Sem dæmi um mikla þátttöku heimamanna í Hollywoodmyndinni nefnir Hannes að í gær hafi tvær eða þrjár rútur farið frá Hólmavík með statista norður í Djúpuvík. Hann ber framleiðslufyrirtækinu, True North, afar vel söguna. „Það er afskaplega gott að eiga við þetta fólk. Ég skoðaði allt og þeir löbbuðu með mér út um allt og þeir reyna að standa að þessu eins vel og þeir mögulega geta,“ segir Hannes sem kveður beiðni kvikmyndagerðarfólksins vegna myndbirtinga setta kurteislega fram. „Þetta eru vinsamleg tilmæli um að virða það að þarna séu ákveðnir hlutir í gangi og það er eiginlega synd ef einhver er að skemma fyrir.“ Miðað við þær áætlanir sem aðalvarðstjórinn hefur heyrt verður tökum lokið í dag. „Þá pakka þeir saman og koma þessu öllu til byggða.“ Vegurinn norður Strandir er sérlega slæmur núna og Hannes segir viðbúið að vegna rigninganna verði talsvert hrun og að aka þurfi fyrir skriður. „En á móti kemur að Vegagerðin er með mannskap á tánum og það er í samvinnu við True North. Þannig að það eru allir að hjálpast að við að gera þetta dæmi svo sómi sé að. Það er gaman að fá svona stórt verkefni á þetta svæði og þess vegna er fólki umhugað um þetta gangi vel og að við fáum gott orð á okkur.“ Jón Halldórsson segist vera mjög forvitinn og hafa verið að spyrja aðra um bíómyndina. „En það vill enginn svara um eitt eða neitt; þeim er bara sagt að halda kjafti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Póstburðarmaðurinn Jón Halldórsson á Hólmavík er ósáttur við að geta ekki tekið myndir óáreittur á athafnasvæði kvikmyndagerðarfólks sem nú er í Djúpuvík á Ströndum. Verið er að taka upp atriði í Hollywood-myndinni Justice League sem er með stórstjörnuna Ben Affleck í hlutverki Batmans. Gríðarleg umsvif kvikmyndagerðarmannanna hafa vakið athygli. Einkaþotur, þyrlur, rútuhersing og heilt húsbílahverfi koma þar við sögu. Jón segir að þegar hann hafi komið að Djúpuvík á mánudag hafi menn merktir Securitas tekið á móti honum um einum kílómetra utan við þorpið. „Einn þeirra stoppaði mig af og sagði að það væru bannaðar allar myndatökur,“ segir Jón. Hann hafi gengið upp í fjalllendi og tekið myndir þar yfir svæðið. Myndirnar birti hann á bloggsíðu sinni holmavik.123.is og á Facebook. Að kvöldi dagsins sem Jón birti myndirnar kveðst hann hafa fengið símhringingu frá yfirmanni öryggismála á tökustaðnum. Sá hafi verið gríðarlega hvass og sagt fyrirtæki sitt geta orðið gjaldþrota vegna myndbirtinganna. „Hann skipaði mér að taka þetta út – sem ég bara gerði ekki.“ Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hólmavík, segir aðspurður að í raun hafi kvikmyndagerðarfólkið ekki vald til að banna fólki sem leið á um veginn um Djúpuvík að taka myndir. Hins vegar séu leikmunirnir á einkalóð og hægt sé að banna myndatökur af þeim og af fólkinu. „Þannig að væntanlega getur landeigandi eða þá leigjandi bannað slíkar myndatökur án þess að ég sé að fullyrða neitt,“ segir hann. Aðalvarðstjórinn kveðst hafa farið sjálfur norður í Djúpuvík á þriðjudaginn. Þar sé vel að öllu staðið. „Þeir vilja öllum vel og þeir hleypa allri umferð í gegn. Og eins og þeir sögðu við mig: Við getum náttúrlega ekki bannað mönnum að taka myndir en birting myndanna sem skaðar þetta verkefni er svolítið meinleg. Það er það sem þeir eru að reyna að koma í veg fyrir,“ segir hann. Að sögn Hannesar er verkefnið ótrúleg innspýting fyrir lítið samfélag með fábrotna atvinnustarfsemi. Jón sé hins vegar að spilla fyrir með birtingu myndanna. „Þessi ágæti aðili, hann Jón póstur, hann er svolítið að skemma fyrir öllum hinum, vegna þess að eins og gengur þá er þetta verkefni sem er háð ákveðnum reglum og þessir aðilar sem að þessu koma eru látnir skrifa undir samninga um að halda trúnað,“ segir Hannes. „Hann er virkilega að gera þetta í óþökk þeirra íbúa sem búa hérna. Þarna er fólk að fá vinnu við þetta verkefni og ég veit að íbúar hér vonast til þess að þetta kannski komi þessu svæði á kortið.“ Sem dæmi um mikla þátttöku heimamanna í Hollywoodmyndinni nefnir Hannes að í gær hafi tvær eða þrjár rútur farið frá Hólmavík með statista norður í Djúpuvík. Hann ber framleiðslufyrirtækinu, True North, afar vel söguna. „Það er afskaplega gott að eiga við þetta fólk. Ég skoðaði allt og þeir löbbuðu með mér út um allt og þeir reyna að standa að þessu eins vel og þeir mögulega geta,“ segir Hannes sem kveður beiðni kvikmyndagerðarfólksins vegna myndbirtinga setta kurteislega fram. „Þetta eru vinsamleg tilmæli um að virða það að þarna séu ákveðnir hlutir í gangi og það er eiginlega synd ef einhver er að skemma fyrir.“ Miðað við þær áætlanir sem aðalvarðstjórinn hefur heyrt verður tökum lokið í dag. „Þá pakka þeir saman og koma þessu öllu til byggða.“ Vegurinn norður Strandir er sérlega slæmur núna og Hannes segir viðbúið að vegna rigninganna verði talsvert hrun og að aka þurfi fyrir skriður. „En á móti kemur að Vegagerðin er með mannskap á tánum og það er í samvinnu við True North. Þannig að það eru allir að hjálpast að við að gera þetta dæmi svo sómi sé að. Það er gaman að fá svona stórt verkefni á þetta svæði og þess vegna er fólki umhugað um þetta gangi vel og að við fáum gott orð á okkur.“ Jón Halldórsson segist vera mjög forvitinn og hafa verið að spyrja aðra um bíómyndina. „En það vill enginn svara um eitt eða neitt; þeim er bara sagt að halda kjafti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira