Jeppe fer frá Stjörnunni: „Finnst ég eiga skilið að spila meira“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 14:45 Jeppe Hansen hefur skorað 16 mörk í 37 leikjum fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni. vísir/vilhelm Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Jeppe Hansen, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er á leið frá félaginu og hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Garðabæjarliðið. Jeppe, sem skoraði sex mörk í níu deildarleikjum fyrir Stjörnunar sumarið 2014 og átta mörk í 21 leik á síðasta sumri, hefur aðeins byrjað tvo af tíu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í ár og ekki spilað nema sjö. Hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Ég talaði við þjálfarana og yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu fyrir tveimur vikum því ég hef ekki verið að spila. Ég velti því upp hvort það væri ekki góð hugmynd fyrir mig að fara núna og samningnum yrði rift. Þeir hugsuðu þetta í nokkra daga og þó þetta var erfið ákvörðun fyrir þá að leyfa mér að fara var það niðurstaðan,“ segir Jeppe í samtali við Vísi. Jeppe hefur átt góða tíma í Garðabænum en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014. „Það er svolítið sorglegt að vera að fara núna. Ég er búinn að vera í Stjörnunni í þrjú ár og þegar þú ert einn í öðru landi án fjölskyldu og vina verða samherjarnir og fólkið í kringum félagið fjölskyldan þín. Það hefur verið hugsað vel um mig,“ segir Jeppe sem er þó mjög ósáttur við lítinn spiltíma. „Ég er í betra standi núna en nokkru sinni fyrr og mér finnst ég eiga skilið að spila meira. Það hefur komið mér á óvart hvað ég spila lítið og ég fæ varla tækifæri og í raun er þetta bara frekar furðulegt.“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Eyjamenn mikinn áhuga á að fá Jeppe til liðs við sig. Daninn vissi af áhuga þeirra fyrir mót en hann veit ekki hvað gerist núna. „ÍBV vildi fá mig fyrir tímabilið held ég og gerði tilboð. Ég hef ekkert heyrt núna ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Nú þarf ég bara að finna mér nýtt lið hér á Íslandi. Stjarnan spilar næst á sunnudaginn og vonandi verð ég farinn fyrir það en ef þeir vilja nota mig í þeim leik áður en ég fer gef ég mig allan í þann leik,“ segir Jeppe Hansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira