Liverpool er bæði efst og það lið sem er búið að skora mest en það verður á toppnum næstu tvær vikurnar þar sem landsleikjavika hefst í dag.
Paul Pogba skoraði glæsilegt mark í 3-1 sigri Manchester United á Gylfa Þór Sigurðsyni og félögum í Swansea og þá komst Zlatan Ibrahimovic aftur á blað með tveimur mörkum í sama leik. United nú með 18 stig og færist aðeins nær baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Arsenal og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í Norður-Lundúnaslagnum í gær og Leicester tapaði óvænt 1-2 fyrir WBA en Hull vann aftur á móti glæsilegan 2-1 sigur á Southampton eftir að lenda undir.
Öll mörk gærdagsins má nú sjá hér á Vísi en hér að neðan er allt það helsta úr leikjunum í gær sem og uppgjör helgarinnar; bestu mörkin, bestu markvörslurnar og besti leikmaðurinn valinn.
Góða skemmtun.