Innlent

Húnvetningar ljósleiðaravæða

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp.

Frá því er greint í fréttablaðinu Feyki að Húnavatnshreppur hafi fengið 84 milljóna króna styrk vegna ljósleiðara frá Fjarskiptasjóði. Styrkveitingin er sögð í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um útbreiðslu háhraðanettenginga.

Til viðbótar er sveitarfélagið sagt þurfa að afla 57 milljóna króna, auk greiðslu frá notendum.

Þá segir að ráðinn hafi verið sérstakur verkefnisstjóri til 15. október og forval á verktökum til að taka þátt í lokaðs útboði standi nú yfir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×