Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 08:44 Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Vísir/Daníel Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum.
Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44
Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00