Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 08:44 Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Vísir/Daníel Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum.
Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44
Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00