Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 18:49 Teikning sem sýnir útsýnið af yfirborði reikistjörnunnar Proxima b sem er á braut um rauðu dvergstjörnuna Proxima Centauri, nálægustu stjörnu við sólkerfið okkar. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira