Erlent

Hóta að segja sig frá Danmörku

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá Nuuk í Grænlandi.
Frá Nuuk í Grænlandi. Vísir/Óskar
Utanríkisráðherra Grænlendinga, Vittus Qujaukitsoq, segir grænlensku landstjórnina óánægða með að dönsk stjórnvöld skuli hunsa óskir Grænlendinga um meiri sjálfsákvörðunarrétt. Danir sýni Grænlendingum hroka. Afleiðingarnar geti orðið þær að Grænland segi sig úr ríkjasambandinu.

Í viðtali við Politiken bendir utanríkisráðherrann á að Grænlendingar hafi ekki fengið bætur fyrir að hafa lagt til land undir herstöðvar Bandaríkjamanna sem mengun hafi stafað af.

Grænlendingar vilja að varnarsáttmáli Bandaríkjanna og Danmerkur verði endurskoðaður þannig að Grænlendingar fái meiri umbun fyrir að leggja til land undir Thule-herstöðina.

Vittus Qujauki segir Dani jafnframt neita Grænlendingum um aðild að samtökum sem stjórni fiskveiðum í Norður-Atlantshafi. Utanríkisráðherra Danmerkur, Anders Samuelsen, vísar gagnrýni um hroka á bug.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×