Emil: Veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 07:00 Emil Hallfreðsson er brattur þrátt fyrir erfitt gengi á Ítalíu undanfarna tólf mánuði. Vísir/Getty „Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
„Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira