Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Gissur Sigurðsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 11:35 Hlið á garðinum var rifið upp og því fleygt á jörðina. Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina. Pokemon Go Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina.
Pokemon Go Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira