Roma fer ekki í riðlakeppni Meistaradeilar Evrópu eftir að hafa farið illa að ráði sínu á heimavelli gegn Porto.
Staðan í rimmu liðanna var 1-1 eftir fyrri leikinn í Portúgal og Roma því í fínni stöðu. Það breyttist strax í fyrri hálfleik er Daniele de Rossi lét reka sig af velli á 39. mínútu en staðan var þá þegar orðin 0-1 fyrir Porto.
Á fimmtu mínútu síðari hálfleiks lét varamaðurinn Emerson líka reka sig beint af velli. Bæði rauðu spjöldin voru hárréttur dómur.
Eftirleikurinn var í kjölfarið auðveldur fyrir Porto sem fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Roma verður í Evrópudeildinni í vetur.
FH-banarnir í Dundalk verða í Evrópudeildinni en þeir voru ekki fjarri því að þvinga fram framlengingu í Varsjá í kvöld.
Úrslit:
Viktoria Plzen-Ludogorets 2-2
Ludogorets fór áfram, 2-4, samanlagt.
Hapoel Beer Sheva-Celtic 2-0
Celtic fór áfram, 4-5, samanlagt.
Legia Varsjá-Dundalk 1-1
Legia fór áfram, 3-1, samanlagt.
Roma-Porto 0-3
Porto fór áfram, 1-4, samanlagt.
Monaco-Villarreal 1-0
Monaco fór áfram, 3-1, samanlagt.
Það rigndi rauðu í Róm
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
