Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 06:00 Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir.Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður.vísir/gvaÍ svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en talan er nú 1,9.Sjá einnig:Lögreglustarfið mannskemmandi: Öll mál sem varða börn rista djúpt „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álagsveikindi hafa aukist og aðrir hreinlega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglumenn hafi hætt á dögunum til að hefja störf á bílaleigu. „Að undanförnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtímaveikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástandsins.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30 Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. 11. október 2016 15:30
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Segja ástandið hafa aldrei verið jafn slæmt og nú Lögreglufélag Reykjavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála. 9. október 2016 18:15