10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Una Sighvatsdóttir skrifar 23. október 2016 19:14 Mariano Rajoy verður forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil, í þetta sinn í minnihlutastjórn. Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira