Borussia Dortmund og Real Madrid skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
André Schürrle tryggði Dortmund stig þegar hann jafnaði metin með frábæru skoti þremur mínútum fyrir leikslok.
Real Madrid komst tvisvar yfir í leiknum en náði ekki að landa sigri. Jafnteflið þýðir samt að Evrópumeistararnir eru ósigraðir í 23 leikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Leikurinn á Westfalenstadion var mjög fjörugur og bæði lið áttu sína spretti.
Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 0-1 á 17. mínútu með sínu 98. marki í Meistaradeildinni.
Á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, jafnaði markahrókurinn Pierre-Emerick Aubameyang metin fyrir Dortmund eftir mistök Keylor Navas í marki Real Madrid.
Staðan var 1-1 í hálfleik og fram á 68. mínútu þegar franski miðvörðurinn Raphael Värane kom Real Madrid aftur yfir með skoti af stuttu færi eftir að Karim Benzema skaut í stöngina.
En Schürrle sá til þess að Dortmund fékk stig þegar hann skoraði á 87. mínútu eins og áður sagði.
Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í F-riðli.
Jafnt í fjörugum leik á Westfalen
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

