Enginn verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrotin í Köln sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2016 15:24 21 er grunaður um að hafa framið kynferðisbrot í borginni á nýársdag. Enginn hefur þó verið handtekinn. vísir/epa Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. Átján þeirra eru hælisleitendur, að því er segir í frétt BBC. Enginn hefur verið handtekinn í tenglum við meint kynferðisbrot. Lögregluyfirvöld í Köln hafa sætt mikilli gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot í borginni á gamlárskvöld. Á annað hundrað kærur hafa verið lagðar fram, þar af 117 vegna kynferðisbrota. Vitni segja árásarmennina líta út fyrir að vera frá Norður-Afríku eða Miðausturlöndum, en lögregla segir tuttugu og einn undir grun vegna kynferðisbrota. Lögreglan hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð – aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Fullyrt hefur verið að séð verði til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins eru flestir hinna grunuðu sakaðir um þjófnað og líkamsárásir. Átján þeirra hafi sótt um hæli í Þýskalandi, en þeir koma frá átta löndum. Yfirlýsingar lögreglu um að árásarmennirnir séu líklega af norðurafrískum eða arabískum uppruna hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. Þá hefur flóttamannastefna Þýskalands verið gagnrýnd harðlega að undanförnu. Hundruð manna hafa mótmælt fyrir utan aðallestarstöðina, þar sem brotin voru framin, að undanförnu. Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera. 7. janúar 2016 22:37 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Lögreglan í Köln í Þýskalandi hefur borið kennsl á þrjátíu og einn einstakling sem grunaður er um að hafa framið glæpi í borginni á nýársnótt. Átján þeirra eru hælisleitendur, að því er segir í frétt BBC. Enginn hefur verið handtekinn í tenglum við meint kynferðisbrot. Lögregluyfirvöld í Köln hafa sætt mikilli gagnrýni í tengslum við árásir og kynferðisbrot í borginni á gamlárskvöld. Á annað hundrað kærur hafa verið lagðar fram, þar af 117 vegna kynferðisbrota. Vitni segja árásarmennina líta út fyrir að vera frá Norður-Afríku eða Miðausturlöndum, en lögregla segir tuttugu og einn undir grun vegna kynferðisbrota. Lögreglan hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð – aðstæður hafi verið vanmetnar og viðbúnaður lögreglu þetta kvöld hafi ekki verið nægur. Fullyrt hefur verið að séð verði til þess að slík mistök endurtaki sig ekki þegar mikill mannfjöldi er saman kominn í miðbænum. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins eru flestir hinna grunuðu sakaðir um þjófnað og líkamsárásir. Átján þeirra hafi sótt um hæli í Þýskalandi, en þeir koma frá átta löndum. Yfirlýsingar lögreglu um að árásarmennirnir séu líklega af norðurafrískum eða arabískum uppruna hafa kynt undir hatursorðræðu gegn flóttafólki, innflytjendum og útlendingum almennt, einkum aröbum og múslimum. Þá hefur flóttamannastefna Þýskalands verið gagnrýnd harðlega að undanförnu. Hundruð manna hafa mótmælt fyrir utan aðallestarstöðina, þar sem brotin voru framin, að undanförnu.
Tengdar fréttir Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01 Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36 Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20 Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00 Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera. 7. janúar 2016 22:37 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Handteknir í Þýskalandi grunaðir um að hópnauðga unglingsstúlkum Þrír Sýrlendingar hafa verið handteknir í smábænum Weil am Rhein í Suður-Þýskalandi grunaðir um að hafa hópnauðgað tveimur unglingsstúlkum á nýársnótt. 8. janúar 2016 10:01
Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“ Heiðrún Arnardóttir býr og starfar í Köln og varð vitni að því ófremdarástandi sem skapaðist í miðborginni á gamlárskvöld. 7. janúar 2016 16:36
Árásirnar í Köln: Lögreglan þarf að endurskoða starfsaðferðir sínar Ralf Jaeger, innanríkisráðherra í þýska sambandslandinu Norður-Rín og Vestfalíu, segir að lögreglan verði að tryggja að það ofbeldi sem konur urðu fyrir í Köln á nýársnótt, og fleiri þýskum borgum, endurtaki sig ekki. 7. janúar 2016 08:20
Ofbeldi gegn konum í Köln vekur mikla reiði Lögreglan í Köln hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við kynferðisofbeldi sem tugir kvenna urðu fyrir á gamlársdag. Innanríkisráðherra Þýskalands krefst skýringa. Lögreglustjórinn segist ekki ætla að segja af sér. 7. janúar 2016 05:00
Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið Í skýrsla lögreglunnar í Köln um árásirnar á nýársnótt segir að lögregluþjónar hafi ekki ráðið við ástandið sem skapaðist, svo mikið var um að vera. 7. janúar 2016 22:37