Þrengja hringinn í rannsókn á trúðafaraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 16:28 Áætlað að lögreglan ræði við nokkra sem grunaðir eru um þessa trúðahrekki. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt hringinn allverulega í rannsókn sinni á trúðafaraldrinum svokallaða. Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu sér það að leik um liðna helgi að setja á sig ógnvekjandi trúðagrímur og fóru um Grafarvoginn hrellandi börn og fullorðna. Tilkynningar um slíka hegðun bárust lögreglu en síðastliðið mánudagskvöld barst svo tilkynning úr Mosfellsbæ þar sem manneskja í trúðagervi reyndi að hrella íbúa Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ, en þar búa einstaklingar með þroskahömlun. Grunur lögreglu beindist fljótlega að piltum á grunnskólaaldri, sem eru í efstu bekkjum, en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið segir þá hafa fengið ábendingar um nokkra einstaklinga sem voru taldir líklegir að hafa stundað þetta og var áætlað að ræða við þá ásamt foreldrum þeirra.Í Grafarvogi bönkuðu trúðarnir á glugga og biðu eftir því að húsráðendur myndu athuga málið. Þegar húsráðendur nálguðust gluggann blasti við þeim ófrýnilegt trúðsandlit sem stóð fyrir utan í kolniðamyrkri og varð mörgum bilt við. Þá voru einnig sagðar fregnir af því að þessir trúðar hefðu hrætt börn sem voru að leik í hverfinu.Í Mosfellsbæ var svipað upp á teningnum, þar bankaði trúður á glugga íbúðar eins íbúa á sambýlinu. Það var hins vegar starfsmaður sem dró frá gardínurnar og sá trúðinn og brá í brún. Forstöðumaður á sambýlinu þakkaði fyrir að enginn af íbúunum sá trúðinn því það hefði lagst afar þungt á þá andlega. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis á mánudag en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um þennan alþjóðlega trúðafaraldur: Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt hringinn allverulega í rannsókn sinni á trúðafaraldrinum svokallaða. Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu sér það að leik um liðna helgi að setja á sig ógnvekjandi trúðagrímur og fóru um Grafarvoginn hrellandi börn og fullorðna. Tilkynningar um slíka hegðun bárust lögreglu en síðastliðið mánudagskvöld barst svo tilkynning úr Mosfellsbæ þar sem manneskja í trúðagervi reyndi að hrella íbúa Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ, en þar búa einstaklingar með þroskahömlun. Grunur lögreglu beindist fljótlega að piltum á grunnskólaaldri, sem eru í efstu bekkjum, en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið segir þá hafa fengið ábendingar um nokkra einstaklinga sem voru taldir líklegir að hafa stundað þetta og var áætlað að ræða við þá ásamt foreldrum þeirra.Í Grafarvogi bönkuðu trúðarnir á glugga og biðu eftir því að húsráðendur myndu athuga málið. Þegar húsráðendur nálguðust gluggann blasti við þeim ófrýnilegt trúðsandlit sem stóð fyrir utan í kolniðamyrkri og varð mörgum bilt við. Þá voru einnig sagðar fregnir af því að þessir trúðar hefðu hrætt börn sem voru að leik í hverfinu.Í Mosfellsbæ var svipað upp á teningnum, þar bankaði trúður á glugga íbúðar eins íbúa á sambýlinu. Það var hins vegar starfsmaður sem dró frá gardínurnar og sá trúðinn og brá í brún. Forstöðumaður á sambýlinu þakkaði fyrir að enginn af íbúunum sá trúðinn því það hefði lagst afar þungt á þá andlega. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis á mánudag en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um þennan alþjóðlega trúðafaraldur:
Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05
Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30