Þrengja hringinn í rannsókn á trúðafaraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 16:28 Áætlað að lögreglan ræði við nokkra sem grunaðir eru um þessa trúðahrekki. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt hringinn allverulega í rannsókn sinni á trúðafaraldrinum svokallaða. Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu sér það að leik um liðna helgi að setja á sig ógnvekjandi trúðagrímur og fóru um Grafarvoginn hrellandi börn og fullorðna. Tilkynningar um slíka hegðun bárust lögreglu en síðastliðið mánudagskvöld barst svo tilkynning úr Mosfellsbæ þar sem manneskja í trúðagervi reyndi að hrella íbúa Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ, en þar búa einstaklingar með þroskahömlun. Grunur lögreglu beindist fljótlega að piltum á grunnskólaaldri, sem eru í efstu bekkjum, en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið segir þá hafa fengið ábendingar um nokkra einstaklinga sem voru taldir líklegir að hafa stundað þetta og var áætlað að ræða við þá ásamt foreldrum þeirra.Í Grafarvogi bönkuðu trúðarnir á glugga og biðu eftir því að húsráðendur myndu athuga málið. Þegar húsráðendur nálguðust gluggann blasti við þeim ófrýnilegt trúðsandlit sem stóð fyrir utan í kolniðamyrkri og varð mörgum bilt við. Þá voru einnig sagðar fregnir af því að þessir trúðar hefðu hrætt börn sem voru að leik í hverfinu.Í Mosfellsbæ var svipað upp á teningnum, þar bankaði trúður á glugga íbúðar eins íbúa á sambýlinu. Það var hins vegar starfsmaður sem dró frá gardínurnar og sá trúðinn og brá í brún. Forstöðumaður á sambýlinu þakkaði fyrir að enginn af íbúunum sá trúðinn því það hefði lagst afar þungt á þá andlega. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis á mánudag en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um þennan alþjóðlega trúðafaraldur: Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt hringinn allverulega í rannsókn sinni á trúðafaraldrinum svokallaða. Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu sér það að leik um liðna helgi að setja á sig ógnvekjandi trúðagrímur og fóru um Grafarvoginn hrellandi börn og fullorðna. Tilkynningar um slíka hegðun bárust lögreglu en síðastliðið mánudagskvöld barst svo tilkynning úr Mosfellsbæ þar sem manneskja í trúðagervi reyndi að hrella íbúa Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ, en þar búa einstaklingar með þroskahömlun. Grunur lögreglu beindist fljótlega að piltum á grunnskólaaldri, sem eru í efstu bekkjum, en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið segir þá hafa fengið ábendingar um nokkra einstaklinga sem voru taldir líklegir að hafa stundað þetta og var áætlað að ræða við þá ásamt foreldrum þeirra.Í Grafarvogi bönkuðu trúðarnir á glugga og biðu eftir því að húsráðendur myndu athuga málið. Þegar húsráðendur nálguðust gluggann blasti við þeim ófrýnilegt trúðsandlit sem stóð fyrir utan í kolniðamyrkri og varð mörgum bilt við. Þá voru einnig sagðar fregnir af því að þessir trúðar hefðu hrætt börn sem voru að leik í hverfinu.Í Mosfellsbæ var svipað upp á teningnum, þar bankaði trúður á glugga íbúðar eins íbúa á sambýlinu. Það var hins vegar starfsmaður sem dró frá gardínurnar og sá trúðinn og brá í brún. Forstöðumaður á sambýlinu þakkaði fyrir að enginn af íbúunum sá trúðinn því það hefði lagst afar þungt á þá andlega. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis á mánudag en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um þennan alþjóðlega trúðafaraldur:
Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05
Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30