Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2016 11:54 Trúðahrekkirnir halda áfram en í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglu vegna hrekks í Mosfellsbæ. Manneskja í trúðabúningi reyndi að hrella íbúa á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Skálatún er sambýli fyrir einstaklinga með þroskahömlun og segir forstöðumaður þar að þetta athæfi sé algjör hrottaskapur í garð þeirra einstaklinga sem þar búa sem gætu orðið fyrir miklu andlegu áfalli við hrekk á borð við þennan. Einn af starfsmönnum heimilisins var að undirbúa einn íbúann fyrir nóttina þegar bankað var á glugga herbergisins. Þegar gardínurnar voru dregnar frá glugganum blasti við starfsmanninum manneskja í trúðagervi sem hljóp svo í burtu.Hefði sjálf tekið trylling „Starfsmanninum var mjög brugðið og fannst þetta afar óþægilegt,“ segir Sif Maríudóttir, forstöðumaður eins af heimilinu í Skálatúni, en hún segir engu að síður mikið mildi að enginn af íbúunum sá trúðinn. „Ég hefði sjálf tekið trylling því þetta er eitthvað sem hræðir mig rosalega. Ég hefði ekki þorað að keyra heim af hræðslu. Íbúarnir hjá okkur eru sumir hverjir með ranghugmyndir og þetta hefði geta ýtt þeim langt niður,“ segir Sif.Skaðinn hefði getað orðið mikill Skaðinn hefði því getað orðið mikill og segir hún brýnt að minna fólk á að í Skálatúni býr fólk sem er afar viðkvæmt andlega. „Það vita mjög margir að þetta sé sambýli og mér finnst þetta mjög mikill hrottaskapur og kvikindisskapur að banka svona á gluggann hjá þeim,“ segir Sif.Sami hrekkur og í Grafarvogi Um liðna helgi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um manneskjur í trúðagervi sem gerðu íbúum Grafarvogs bilt við. Hafa hrekkirnir verið með svipuðu sniði í Grafarvogi og í Skálatúni í Mosfellsbæ, bankað er á glugga og beðið eftir því að húsráðendur athugi málið. Þegar litið er út um glugga blasir við húsráðendum trúðsandlit. Þá hafa einnig borist fregnir af því að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þennan trúðafaraldur til rannsóknar en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, hefur það á sinni könnu.Grunurinn beinist enn að ungum piltum Í Grafarvogi lá strax fyrir sá grunur að um væri að ræða pilta í efstu bekkjum grunnskóla sem væru að gera sér þetta að leik. Valgarður segir lögregluna vinna eftir þeim upplýsingum sem hún hefur hverju sinni og því sé enn gengið út frá því að þetta séu piltar á þessum aldri. „Við vinnum úr þeim upplýsingum sem við fáum inn á borð til okkar. Að þetta séu ungir piltar á ferð sem eru að gera sér að leik að banka hjá fólki og atast í því.“ Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í gær en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér.Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi. Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Manneskja í trúðabúningi reyndi að hrella íbúa á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Skálatún er sambýli fyrir einstaklinga með þroskahömlun og segir forstöðumaður þar að þetta athæfi sé algjör hrottaskapur í garð þeirra einstaklinga sem þar búa sem gætu orðið fyrir miklu andlegu áfalli við hrekk á borð við þennan. Einn af starfsmönnum heimilisins var að undirbúa einn íbúann fyrir nóttina þegar bankað var á glugga herbergisins. Þegar gardínurnar voru dregnar frá glugganum blasti við starfsmanninum manneskja í trúðagervi sem hljóp svo í burtu.Hefði sjálf tekið trylling „Starfsmanninum var mjög brugðið og fannst þetta afar óþægilegt,“ segir Sif Maríudóttir, forstöðumaður eins af heimilinu í Skálatúni, en hún segir engu að síður mikið mildi að enginn af íbúunum sá trúðinn. „Ég hefði sjálf tekið trylling því þetta er eitthvað sem hræðir mig rosalega. Ég hefði ekki þorað að keyra heim af hræðslu. Íbúarnir hjá okkur eru sumir hverjir með ranghugmyndir og þetta hefði geta ýtt þeim langt niður,“ segir Sif.Skaðinn hefði getað orðið mikill Skaðinn hefði því getað orðið mikill og segir hún brýnt að minna fólk á að í Skálatúni býr fólk sem er afar viðkvæmt andlega. „Það vita mjög margir að þetta sé sambýli og mér finnst þetta mjög mikill hrottaskapur og kvikindisskapur að banka svona á gluggann hjá þeim,“ segir Sif.Sami hrekkur og í Grafarvogi Um liðna helgi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um manneskjur í trúðagervi sem gerðu íbúum Grafarvogs bilt við. Hafa hrekkirnir verið með svipuðu sniði í Grafarvogi og í Skálatúni í Mosfellsbæ, bankað er á glugga og beðið eftir því að húsráðendur athugi málið. Þegar litið er út um glugga blasir við húsráðendum trúðsandlit. Þá hafa einnig borist fregnir af því að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þennan trúðafaraldur til rannsóknar en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, hefur það á sinni könnu.Grunurinn beinist enn að ungum piltum Í Grafarvogi lá strax fyrir sá grunur að um væri að ræða pilta í efstu bekkjum grunnskóla sem væru að gera sér þetta að leik. Valgarður segir lögregluna vinna eftir þeim upplýsingum sem hún hefur hverju sinni og því sé enn gengið út frá því að þetta séu piltar á þessum aldri. „Við vinnum úr þeim upplýsingum sem við fáum inn á borð til okkar. Að þetta séu ungir piltar á ferð sem eru að gera sér að leik að banka hjá fólki og atast í því.“ Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í gær en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér.Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.
Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30