Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 13:05 Manneskjur með trúðsgrímur hafa hrellt íbúa Grafarvogs yfir helgina og hafa meðal annars ónáðað börn í hverfinu. Vísir „Ég bara fraus,“ segir Nanna Dröfn Harðardóttir, íbúi í Grafarvogi, sem varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að manneskja með óhugnanlega trúðsrgrímu bankaði á glugga á heimili hennar í gærkvöldi og starði inn í húsið. „Hann byrjaði á því að banka, Ég sá ekki neitt. Ég sat við gluggann og var að læra. Svo heyri ég aftur dynk og þá birtist hann við gluggann og starir heillengi inn. Svo hverfur hann,“ segir Nanna í samtali við Vísir um málið en niðamyrkur var úti þegar þetta átti sér stað og atvikið því frekar ógnvænlegt. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í morgun en þar er rakið hvert upphaf þessa æðis er en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi. Spurð hvernig henni varð við segir hún tilfinninguna hafa verið afar óþægilega. „Maður bara fraus. Ég bara vona að hann komi ekki aftur. Ég er með yngri börn og þær hefðu dáið úr hræðslu. En sem betur fer urðu þær ekki vitni að þessu. Þær hefðu dáið úr hræðslu.“ Hún segist hafa heyrt af því að manneskja með óhugnanlega trúðsgrímu hafi einnig ónáðað fólk neðar í götunni hennar og verið að ónáða börn. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, segir lögregluna hafa málið til rannsóknar en tilkynningar um hrollvekjandi trúða bárust henni á föstudagskvöld og sunnudagskvöld. „Það er grunur um að þetta séu ungir piltar,“ segir Valgarður og nefnir að talið sé að þeir séu í efstu bekkjum grunnskóla. „Þeir hafa verið að angra fólkið í hverfinu með þessu.“ Tengdar fréttir Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Ég bara fraus,“ segir Nanna Dröfn Harðardóttir, íbúi í Grafarvogi, sem varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að manneskja með óhugnanlega trúðsrgrímu bankaði á glugga á heimili hennar í gærkvöldi og starði inn í húsið. „Hann byrjaði á því að banka, Ég sá ekki neitt. Ég sat við gluggann og var að læra. Svo heyri ég aftur dynk og þá birtist hann við gluggann og starir heillengi inn. Svo hverfur hann,“ segir Nanna í samtali við Vísir um málið en niðamyrkur var úti þegar þetta átti sér stað og atvikið því frekar ógnvænlegt. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í morgun en þar er rakið hvert upphaf þessa æðis er en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi. Spurð hvernig henni varð við segir hún tilfinninguna hafa verið afar óþægilega. „Maður bara fraus. Ég bara vona að hann komi ekki aftur. Ég er með yngri börn og þær hefðu dáið úr hræðslu. En sem betur fer urðu þær ekki vitni að þessu. Þær hefðu dáið úr hræðslu.“ Hún segist hafa heyrt af því að manneskja með óhugnanlega trúðsgrímu hafi einnig ónáðað fólk neðar í götunni hennar og verið að ónáða börn. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, segir lögregluna hafa málið til rannsóknar en tilkynningar um hrollvekjandi trúða bárust henni á föstudagskvöld og sunnudagskvöld. „Það er grunur um að þetta séu ungir piltar,“ segir Valgarður og nefnir að talið sé að þeir séu í efstu bekkjum grunnskóla. „Þeir hafa verið að angra fólkið í hverfinu með þessu.“
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30