Enginn náði Hannesi - varði flest skot allra á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 10:30 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. Rui Patrício, markvörður Portúgala átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á Stade de France og varði oft frá frönsku leikmönnunum í leiknum en hann var samt langt frá því að ná okkar manni. Hannes varði alls 27 skot í leikjunum fimm eða 5,4 skot að meðaltali í leik. Hannes var á endanum með sjö fleiri varin skot en næstu menn sem voru þeir Rui Patrício hjá Portúgal og Thibaut Courtois hjá Belgíu. Framganga Hannesar í íslenska markinu átti mikinn þátt í árangri liðsins enda bjargaði hann mörgum stigum í riðlakeppninni og átti einnig flottan leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Hannes fékk alls á sig 9 mörk í mótinu og varði því 75 prósent skota sem á hann komu. Fimm af þessum níu mörkum komu á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort frammistaða Hannesar á mótinu í Frakklandi komi honum í úrvalslið Evrópumótsins sem verður tilkynnt í dag.Flest varin skot á EM 2016: 1. Hannes Halldórsson, Íslandi 27 2. Rui Patrício, Portúgal 20 2. Thibaut Courtois, Belgíu 20 4. Lukasz Fabianski, Póllandi 19 5. Gábor Király, Ungverjalandi 17 5. Michael McGovern, Norður-Írlandi 17 7. Matús Kozácik, Slóvakíu 16 8. Igor Akinfeev, Rússlandi 14 8. Darren Randolph, Írlandi 14 8. Hugo Lloris, Frakklandi 14 8. Volkan Babacan, Tyrklandi 14 8. Wayne Hennessey, Wales 14 8. Andriy Pyatov, Úkraínu 14Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, varð flest skot á EM í Frakklandi sem lauk í gær með úrslitaleik Portúgals og Frakklands. Rui Patrício, markvörður Portúgala átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á Stade de France og varði oft frá frönsku leikmönnunum í leiknum en hann var samt langt frá því að ná okkar manni. Hannes varði alls 27 skot í leikjunum fimm eða 5,4 skot að meðaltali í leik. Hannes var á endanum með sjö fleiri varin skot en næstu menn sem voru þeir Rui Patrício hjá Portúgal og Thibaut Courtois hjá Belgíu. Framganga Hannesar í íslenska markinu átti mikinn þátt í árangri liðsins enda bjargaði hann mörgum stigum í riðlakeppninni og átti einnig flottan leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Hannes fékk alls á sig 9 mörk í mótinu og varði því 75 prósent skota sem á hann komu. Fimm af þessum níu mörkum komu á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort frammistaða Hannesar á mótinu í Frakklandi komi honum í úrvalslið Evrópumótsins sem verður tilkynnt í dag.Flest varin skot á EM 2016: 1. Hannes Halldórsson, Íslandi 27 2. Rui Patrício, Portúgal 20 2. Thibaut Courtois, Belgíu 20 4. Lukasz Fabianski, Póllandi 19 5. Gábor Király, Ungverjalandi 17 5. Michael McGovern, Norður-Írlandi 17 7. Matús Kozácik, Slóvakíu 16 8. Igor Akinfeev, Rússlandi 14 8. Darren Randolph, Írlandi 14 8. Hugo Lloris, Frakklandi 14 8. Volkan Babacan, Tyrklandi 14 8. Wayne Hennessey, Wales 14 8. Andriy Pyatov, Úkraínu 14Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira