Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 21:42 Marilyn Mosby, fyrir miðju, segir niðurstöðuna pínlega. Vísir/EPA Fallið hefur verið frá öllum ákærum á hendur þremur lögreglumönnum í Bandaríkjunum sem biðu réttarhalda vegna dauða Freddie Gray sem lést af völdum áverka sem hann hlaut á hálsi á meðan hann var í haldi lögreglu í Baltimore í apríl í fyrra. Sex lögreglumenn voru ákærðir vegna málsins en þrír höfðu áður verið sýknaðir. Dauði Gray olli miklum mótmælum í á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna. Baltimore-borg varð að miðpunkti Black Lives Matter-hreyfingarinnar og umræðu um harðræði lögreglumanna í garð svartra í Bandaríkjunum. Fréttastofa CNN hefur eftir saksóknaranum í Baltimore, Marilyn Mosby, að þessi ákvörðun að falla frá ákærum á hendur lögreglumannanna þriggja sem eftir stóðu hafi verið pínleg. Fyrir rúmu ári stóð hún við dómhúsið í Baltimore og tilkynnti um ákærurnar á hendur lögreglumannanna og sagði: „Enginn er hafinn yfir lögin.“ Hún sagði við fjölmiðla í dag að hún telji Gray hafa verið myrtan. Hún sagðist átta sig á því nú að réttarkerfið í Bandaríkjunum þurfi á raunverulegri endurnýjun að halda svo hægt verði að gera lögreglumenn ábyrga fyrir gjörðum sínum. „Við gætum reynt við svona mál 100 sinnum, og önnur álíka mál, en við myndum alltaf enda með sömu niðurstöðu,“ sagði Mosby. Hún sagði þetta mál sýna fram á eðlislæga hlutdrægni í kerfi þar sem lögreglumenn vernda hvorn annan. Sjá má blaðamannafund Mosby hér fyrir neðan: Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Réttarhöld yfir lögreglumanni vegna láts Freddie Gray dæmd ómerk Miklar óeirðir brutust út í Baltimore fyrr á árinu eftir að Freddie Gray lést í haldi lögreglu. Fyrstu réttarhöldunum vegna málsins er nú lokið. 16. desember 2015 22:03 Lögregluþjónn sýknaður vegna dauða Freddie Gray Gray lést í haldi lögreglu vegna áverka sem hann hlaut á mænu. 23. maí 2016 16:37 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fallið hefur verið frá öllum ákærum á hendur þremur lögreglumönnum í Bandaríkjunum sem biðu réttarhalda vegna dauða Freddie Gray sem lést af völdum áverka sem hann hlaut á hálsi á meðan hann var í haldi lögreglu í Baltimore í apríl í fyrra. Sex lögreglumenn voru ákærðir vegna málsins en þrír höfðu áður verið sýknaðir. Dauði Gray olli miklum mótmælum í á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna. Baltimore-borg varð að miðpunkti Black Lives Matter-hreyfingarinnar og umræðu um harðræði lögreglumanna í garð svartra í Bandaríkjunum. Fréttastofa CNN hefur eftir saksóknaranum í Baltimore, Marilyn Mosby, að þessi ákvörðun að falla frá ákærum á hendur lögreglumannanna þriggja sem eftir stóðu hafi verið pínleg. Fyrir rúmu ári stóð hún við dómhúsið í Baltimore og tilkynnti um ákærurnar á hendur lögreglumannanna og sagði: „Enginn er hafinn yfir lögin.“ Hún sagði við fjölmiðla í dag að hún telji Gray hafa verið myrtan. Hún sagðist átta sig á því nú að réttarkerfið í Bandaríkjunum þurfi á raunverulegri endurnýjun að halda svo hægt verði að gera lögreglumenn ábyrga fyrir gjörðum sínum. „Við gætum reynt við svona mál 100 sinnum, og önnur álíka mál, en við myndum alltaf enda með sömu niðurstöðu,“ sagði Mosby. Hún sagði þetta mál sýna fram á eðlislæga hlutdrægni í kerfi þar sem lögreglumenn vernda hvorn annan. Sjá má blaðamannafund Mosby hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Réttarhöld yfir lögreglumanni vegna láts Freddie Gray dæmd ómerk Miklar óeirðir brutust út í Baltimore fyrr á árinu eftir að Freddie Gray lést í haldi lögreglu. Fyrstu réttarhöldunum vegna málsins er nú lokið. 16. desember 2015 22:03 Lögregluþjónn sýknaður vegna dauða Freddie Gray Gray lést í haldi lögreglu vegna áverka sem hann hlaut á mænu. 23. maí 2016 16:37 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45
Réttarhöld yfir lögreglumanni vegna láts Freddie Gray dæmd ómerk Miklar óeirðir brutust út í Baltimore fyrr á árinu eftir að Freddie Gray lést í haldi lögreglu. Fyrstu réttarhöldunum vegna málsins er nú lokið. 16. desember 2015 22:03
Lögregluþjónn sýknaður vegna dauða Freddie Gray Gray lést í haldi lögreglu vegna áverka sem hann hlaut á mænu. 23. maí 2016 16:37