Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 14:03 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/anton brink/gva Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skorar á samflokksmann sinn, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að bregðast við máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi á næstu vikum. Dómstóll í Noregi komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins, Elva Christina, þurfi að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum son sinn eftir að hafa verið svipt forræði yfir honum, líkt og Vísir hefur greint frá. „Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ sagði Ragnheiður á þingi í dag. Elva Christina átti við áfengisvanda að stríða, sem hún segist nú hafa tekist á við, og var í kjölfarið svipt forræði yfir drengnum. Hún var þá búsett í Noregi en faðir drengsins býr í Danmörku og að sögn Christinu hefur hann engin afskipti af barninu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með barnið frá Noregi til Íslands eftir að dóttir hennar missti forræðið. Henni var hins vegar gert, samkvæmt dómi, að koma barninu til barnaverndaryfirvalda til Noregs. Dómurinn þýðir að Elva Christina fær ekki að hitta son sinn í 14 ár nema tvisvar á ári og þá undir eftirliti. „Við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti. Fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli fimm ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi,“ sagði Ragnheiður. Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skorar á samflokksmann sinn, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að bregðast við máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi á næstu vikum. Dómstóll í Noregi komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins, Elva Christina, þurfi að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum son sinn eftir að hafa verið svipt forræði yfir honum, líkt og Vísir hefur greint frá. „Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ sagði Ragnheiður á þingi í dag. Elva Christina átti við áfengisvanda að stríða, sem hún segist nú hafa tekist á við, og var í kjölfarið svipt forræði yfir drengnum. Hún var þá búsett í Noregi en faðir drengsins býr í Danmörku og að sögn Christinu hefur hann engin afskipti af barninu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með barnið frá Noregi til Íslands eftir að dóttir hennar missti forræðið. Henni var hins vegar gert, samkvæmt dómi, að koma barninu til barnaverndaryfirvalda til Noregs. Dómurinn þýðir að Elva Christina fær ekki að hitta son sinn í 14 ár nema tvisvar á ári og þá undir eftirliti. „Við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti. Fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli fimm ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi,“ sagði Ragnheiður.
Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24