Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2016 20:18 Helena heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar en slæmar fréttir bárust henni frá íslenskum dómsstólum í dag. „Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent