Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2016 20:18 Helena heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar en slæmar fréttir bárust henni frá íslenskum dómsstólum í dag. „Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
„Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24