Gríðarleg eyðilegging á Haítí Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 08:55 Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rús vísir/epa Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu. Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu.
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira