Gríðarleg eyðilegging á Haítí Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 08:55 Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rús vísir/epa Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu. Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu.
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira