Gríðarleg eyðilegging á Haítí Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 08:55 Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rús vísir/epa Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fellibylurinn Matthew gekk yfir Haítí í morgun en hann er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjuna í rúman áratug. Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgdu fellibylnum, en hann skall á Kúbu í nótt og stefnir nú í átt að Flórída í Bandaríkjunum. Meðalvindhraði náði yfir 230 kílómetrum á klukkustund, eða rúmlega 60 metrum á sekúndu. Að minnsta kosti sjö eru látnir og óttast er að talan muni fara hækkandi eftir því sem líður á daginn. Eyðileggingin er mikil, þá einna helst í suðurhluta landsins.Tjón varð minna á Kúbu. Sameinuðu þjóðirnar segja að Haítíbúar standi nú frammi fyrir einum mesta vanda sem steðjað hefur að frá því að stóri skjálftinn reið þar yfir árið 2010 og lagði landið nánast í rúst. Eyðileggingin er hvað verst í hafnarbænum Les Cayes. Íbúar líkja ástandinu við að valtari hafi farið yfir bæinn allan. Myndir sýna hvernig vatnið nær fólki að öxlum og þá birti bæjarstjórinn, Jean Gabriel Fortune, meðfylgjandi myndskeið af ástandinu. Nan zone vernet avek cameraman Mairie Okay lan @Duplesplymouth sou kantite dega nou komanse konstate nan vil lan.#HurricaneMatthew pic.twitter.com/srIerR3ydx— Jean Gabriel Fortuné (@jgabrielfortune) October 4, 2016 Tugir þúsunda halda til í neyðarskýlum og fregnir hafa borist af því að spítalar séu yfirfullir. Skortur er á vatni víða og þá er rafmagnslaust víðast hvar. UNICEF hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og segja yfir fjórar milljónir barna í hættu.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira