Segir það sjálfstætt og sérstakt vandamál að forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 14:17 Guðmundur Steingrímsson kallar eftir því að fólk láti af hvötum sínum að vera besserwisserar varðandi nýjan Landspítala. Vísir/Valli Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína. Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína.
Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26