„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2016 19:26 Páll Matthíasson vísir/gva „Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
„Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13