Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 18:57 „Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?