Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 18:57 „Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
„Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali. Ég vil að hann rísi sem fyrst á sem bestum stað og virki sem best,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð var harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann tók vel í hugmynd Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, að nýr Landspítali yrði byggður á Vífilstöðum. Meðal óánægjuradda má nefna Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Kára Stéfánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en sá síðarnefndi líkti innleggi Sigmundar við skemmdarverk. „Menn virðast fyrst og fremst áhyggjur af því að þetta myndi tefja verkefnið en ég og fleiri höfum fært rök fyrir því að það þurfi ekki að vera svo. Margir hafa til að mynda bent á það að þetta geti orðið til þess að flýta fyrir,“ segir Sigmundur. Forsætisráðherrann benti á að í gegnum tíðina hafi verið áform um bútasaumsleiðina svokölluðu en þau tafist ítrekað. Bendir hann í því samhengi á Læknagarð sem átti að vera fyrsti áfanginn í stórri byggingu en sá partur hafi enn ekki verið kláraður, um fjörutíu árum eftir að Læknagarður reis. „Nýr spítali á öðrum stað gæti orðið hagkvæmari auk þess að það er einfaldara og skilvirkara að hanna eitt stórt nýtt hús sem myndi virka sem öflug heild. Setja þá heilstæðu vinnu á fullan skrið á svæði þar sem engin truflun er af byggð, umferð eða öðru og klára þetta af krafti,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að í dag hafi honum borist bréf frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller. Stofan kom að undirbúningsvinnu við nýjan Landspítala á árunum 2005 til 2008. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið býður fram gögn og aðstoð sína til að finna bestu mögulegu lausnina fyrir nýjan Landspítala. „Þó menn leggi í þessa vinnu er alveg ljóst að það verður að halda áfram með vinnuna við Hringbraut sem sannarlega er nauðsynleg. Það er nauðsynlegt að gera þetta samhliða. Jafn vel þó menn haldi áfram á Hringbraut og ljúki því á áætluðum tíma þá ætla menn varla að geyma fólk í bílskúrum fram að því,“ sagði Sigmundur Davíð. Viðtalið við forsætisráðherrann í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26