Friðarsamkomulag upp á von og óvon Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Móðir flýr ásamt börnum sínum undan loftárásum stjórnarhersins á bæinn Kafr Batna, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus. nordicphotos/AFP „Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Ég hef enga trú á þessu og mér er alveg sama um það,“ segir Mohammed al-Sheikh, talsmaður Frjálsa Sýrlandshersins, um samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi, sem fulltrúar margra helstu ríkja heims og stórra alþjóðastofnana kynntu í gær. „Enginn trúir á það. Það er orðinn fastur liður að tala um vopnahlé, en það er tilgangslaust,“ sagði al-Sheikh í viðtali við breska dagblaðið The Guardian Frjálsi Sýrlandsherinn er eitt stærsta afl sýrlenskra uppreisnarmanna, sem barist hafa árum saman gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið og 11 milljónir manna hafa flúið að heiman, þar af hafa fjórar milljónir flúið úr landi. Samkomulagið, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Arabandalagsins og fleiri áhrifaafla, kynntu í gær að loknum tveggja daga fundarhöldum, gengur út á að vopnahlé hefjist innan viku og strax á allra næstu dögum verði hægt að útvega fólki á átakasvæðunum mannúðaraðstoð. Þá sé stefnt að stjórnarskrárbreytingu og kosningum innan hálfs annars árs. Sjálfur segist Assad Sýrlandsforseti staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Það muni hins vegar taka langan tíma. Ekki sé heldur víst að það muni takast: „Hvort sem við getum það eða ekki, þá er þetta það takmark sem við reynum að ná án minnsta hiks,“ sagði hann í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Af okkar hálfu væri ekkert vit í því að segjast ætla að láta frá okkur einhvern hluta.“ Rússar hafa síðan í haust stutt Assad með loftárásum á uppreisnarmenn. Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt hafa hins vegar staðið gegn Assad, sagt að honum sé engan veginn treystandi lengur eftir að hafa stundað grimmilegan hernað gegn þjóð sinni. Í síðustu viku stóð til að halda friðarviðræður í Genf, með aðild bæði stjórnarliða og uppreisnarmanna. Ekkert varð úr þeim viðræðum vegna harðra loftárása Rússa og stjórnarhersins á borgina Aleppo.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira