McCartney vill lögin sín aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. mars 2016 20:28 McCartney ætti að öðlast réttinn aftur af elstu lögum Bítlanna. Visir/Getty Bítillinn Paul McCartney reynir nú hvað hann getur til þess að öðlast aftur höfundarétt af nokkrum laga sinna. Hann hefur hafið lögfræðiferli í Bandaríkjunum sem samkvæmt höfundarréttarlögum þar ætti að veita honum á ný höfundaréttinn að lögum hans sem eru eldri en 56 ára. Á næsta ári verða tónsmíðar hans frá árunum 1962 – 1964 afturkræf til höfunda og þar með elstu lögin Bítlalögin. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti hann þá að öðlast réttinn af lögum platnanna Please, please me, With the Beatles, Meet the Beatles og Hard Days Night á ný. Einhver bið verður þó á því að hann geti sótt um að fá réttinn af restinni aftur.nordicphotos/afpBítlarnir sviknir McCartney og félagar misstu réttindin af Bítlalögunum árið 1967 eftir að fyrirtækið Northern songs, sem var stofnað til þess að halda utan um höfundarrétt þeirra, var sett á opinn hlutabréfamarkað. Þar var hljómsveitin svikin af meðeigendum þeirra sem áttu stærri hlut í fyrirtækinu en allir liðsmenn sveitarinnar. Þeir settu fyrirtækið á sölu án þess að tilkynna hljómsveitinni það og seldu til ATV Music áður en Bítlarnir fengu tækifæri til þess að bregðast við. Fyrirtækið átti einnig höfundarétt laga listamanna á borð við Little Richards, Pointer Sisters og Pat Benatar. Þetta þýðir þó ekki að McCartney hafi ekki fengið greitt þegar lög hans hafa verið notuð, til dæmis í auglýsingar eða bíómyndir, heldur bara að hann hafi ekki fengið neitt um það að segja hvar og hvenær þau voru nýtt. Það var svo tónlistarmaðurinn Michael Jackson sem keypti fyrirtækið á níunda áratugnum sem skapaði mikla togstreitu í sambandi hans og McCartney sem var vel til vina. Áður höfðu þeir unnið þó nokkuð saman, m.a. í lögunum „Say, say, say“ og „The girl is mine“. Jackson seldi svo sinn hlut í fyrirtækinu til Sony árið 1995. Ættingjar John Lennon geta ekki endurheimt höfundarétt hans að lögunum sem þeir McCartney sömdu saman því Yoko Ono seldi hlut hans til ATV/Sony árið 2009 og gerði við þá samning sem nær yfir þau 70 ár sem höfundarréttur gildir. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Bítillinn Paul McCartney reynir nú hvað hann getur til þess að öðlast aftur höfundarétt af nokkrum laga sinna. Hann hefur hafið lögfræðiferli í Bandaríkjunum sem samkvæmt höfundarréttarlögum þar ætti að veita honum á ný höfundaréttinn að lögum hans sem eru eldri en 56 ára. Á næsta ári verða tónsmíðar hans frá árunum 1962 – 1964 afturkræf til höfunda og þar með elstu lögin Bítlalögin. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti hann þá að öðlast réttinn af lögum platnanna Please, please me, With the Beatles, Meet the Beatles og Hard Days Night á ný. Einhver bið verður þó á því að hann geti sótt um að fá réttinn af restinni aftur.nordicphotos/afpBítlarnir sviknir McCartney og félagar misstu réttindin af Bítlalögunum árið 1967 eftir að fyrirtækið Northern songs, sem var stofnað til þess að halda utan um höfundarrétt þeirra, var sett á opinn hlutabréfamarkað. Þar var hljómsveitin svikin af meðeigendum þeirra sem áttu stærri hlut í fyrirtækinu en allir liðsmenn sveitarinnar. Þeir settu fyrirtækið á sölu án þess að tilkynna hljómsveitinni það og seldu til ATV Music áður en Bítlarnir fengu tækifæri til þess að bregðast við. Fyrirtækið átti einnig höfundarétt laga listamanna á borð við Little Richards, Pointer Sisters og Pat Benatar. Þetta þýðir þó ekki að McCartney hafi ekki fengið greitt þegar lög hans hafa verið notuð, til dæmis í auglýsingar eða bíómyndir, heldur bara að hann hafi ekki fengið neitt um það að segja hvar og hvenær þau voru nýtt. Það var svo tónlistarmaðurinn Michael Jackson sem keypti fyrirtækið á níunda áratugnum sem skapaði mikla togstreitu í sambandi hans og McCartney sem var vel til vina. Áður höfðu þeir unnið þó nokkuð saman, m.a. í lögunum „Say, say, say“ og „The girl is mine“. Jackson seldi svo sinn hlut í fyrirtækinu til Sony árið 1995. Ættingjar John Lennon geta ekki endurheimt höfundarétt hans að lögunum sem þeir McCartney sömdu saman því Yoko Ono seldi hlut hans til ATV/Sony árið 2009 og gerði við þá samning sem nær yfir þau 70 ár sem höfundarréttur gildir.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira