Erlent

Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel

Atli Ísleifsson skrifar
Saleh Abdeslam var einn þriggja sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu nú síðdegis.
Saleh Abdeslam var einn þriggja sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu nú síðdegis. Vísir/AFP
Myndband náðist af handtöku lögreglunnar á einum af þeim þremur sem handteknir voru síðdegis í Brussel.

Myndbandið er því mögulega af Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember, en hann var einn þeirra sem náðist á lífi.

Maðurinn á myndbandinu viðist vera haltrandi en vitað er að Abdeslam var skotinn í fótinn af lögreglu skömmu áður en hann var handtekinn.

Francois Hollande Frakklandsforseti og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, hrósuðu lögreglu og öryggissveitum á blaðamannafundi nú undir kvöld.

Michel hefur staðfest að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu og er búið að bera kennsl á þá alla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×