Springsteen aflýsir tónleikum til að berjast gegn „salernislögunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. apríl 2016 22:18 Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Vísir/Getty Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Springsteen vill með þessu sýna samstöðu með transfólki í ríkinu, sem berst um þessar mundir gegn því sem fjölmiðlar vestanhafs kalla „salernislögin.“Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016 Í tilkynningu sem Springsteen sendi frá sér í kvöld segir hann aðdáendum sínum að nú sé tími til að standa með þeim sem berjast gegn þessum lögum, sem hann kallar tilraun til að snúa við þeim árangri sem náðst hefur í að viðurkenna mannréttindi allra borgara landsins. Með það í huga hafi hann ákveðið að aflýsa tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudag. „Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina: Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Springsteen vill með þessu sýna samstöðu með transfólki í ríkinu, sem berst um þessar mundir gegn því sem fjölmiðlar vestanhafs kalla „salernislögin.“Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016 Í tilkynningu sem Springsteen sendi frá sér í kvöld segir hann aðdáendum sínum að nú sé tími til að standa með þeim sem berjast gegn þessum lögum, sem hann kallar tilraun til að snúa við þeim árangri sem náðst hefur í að viðurkenna mannréttindi allra borgara landsins. Með það í huga hafi hann ákveðið að aflýsa tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudag. „Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina:
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira