Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra.
Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.
Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.
@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN
— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016
„Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“
Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina: