Springsteen aflýsir tónleikum til að berjast gegn „salernislögunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. apríl 2016 22:18 Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Vísir/Getty Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Springsteen vill með þessu sýna samstöðu með transfólki í ríkinu, sem berst um þessar mundir gegn því sem fjölmiðlar vestanhafs kalla „salernislögin.“Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016 Í tilkynningu sem Springsteen sendi frá sér í kvöld segir hann aðdáendum sínum að nú sé tími til að standa með þeim sem berjast gegn þessum lögum, sem hann kallar tilraun til að snúa við þeim árangri sem náðst hefur í að viðurkenna mannréttindi allra borgara landsins. Með það í huga hafi hann ákveðið að aflýsa tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudag. „Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina: Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Springsteen vill með þessu sýna samstöðu með transfólki í ríkinu, sem berst um þessar mundir gegn því sem fjölmiðlar vestanhafs kalla „salernislögin.“Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016 Í tilkynningu sem Springsteen sendi frá sér í kvöld segir hann aðdáendum sínum að nú sé tími til að standa með þeim sem berjast gegn þessum lögum, sem hann kallar tilraun til að snúa við þeim árangri sem náðst hefur í að viðurkenna mannréttindi allra borgara landsins. Með það í huga hafi hann ákveðið að aflýsa tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudag. „Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina:
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira