Verkföll flugumferðarstjóra, leigubílstjóra og starfsmanna hins opinbera um gjörvallt Frakkland í gær lömuðu samgöngur í landinu. Illa var hægt að komast á stærstu flugvelli landsins, meðal annars Charles de Gaulle í París. Tugum flugferða var því frestað.
Mikill hiti var í leigubílstjórum. Um þrjú hundruð leigubílstjórar lokuðu vegum umhverfis höfuðborgina París, hentu reyksprengjum í átt að lögreglu og kveiktu í dekkjum. Nítján voru handteknir.
Köstuðu reyksprengjum í átt að lögreglu
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
