Lögðu hald á ellefu tonn af kókaíni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2016 18:24 Franco Roberti sér um að sækja ítalska mafíósa til saka. vísir/epa Lögregluyfirvöld í Ítalíu, Kólumbíu og Bandaríkjunum tilkynntu í dag að þau hefðu lagt hald á ellefu tonn af kókaíni. Stærstur hluti efnanna fannst í frumskógum Kólumbíu. Fjallað er um málið á vef Reuters. Til að setja fundinn í samhengi þá nemur verðmæti efnanna, sé miðað við verð á grammi af kókaíni hér á Íslandi, um 187 milljörðum króna. Fyrir þá upphæð mætti reka Landspítalann í rúm þrjú ár. Við þá útreikninga er miðað við upplýsingar frá SÁÁ. Í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir því verðhruni sem offramboð á efninu hefði í för með sér. Efnunum var smyglað út úr frumskógunum með því að fela þau í gámum sem innihéldu ávexti. Þaðan voru þau flutt til Bandaríkjanna og Ítalíu með viðkomu í löndum á borð við Panama, Kosta Ríka og Dóminíska lýðveldið. 33 hafa verið handteknir í dag í tengslum við málið, 22 í Kólumbíu en ellefu á Ítalíu. Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) aðstoðaði við rannsókn málsins. „Það er betra að heyja þetta í sameiningu,“ sagði fulltrúi DEA á blaðamannafundi í Rome þar sem tilkynnt var um haldlagninguna. Með honum á fundinum var Franco Roberti, sérstakur mafíusaksóknari Ítala. Fyrr á árinu sagði kólumbíska lögreglan frá sinni stærstu haldlagninu í sögunni. Þá fundust tæp átta tonn á kókaínu sem höfðu verið falin á bananaræktarlandi. Fundurinn í dag er því stærri. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Ítalíu, Kólumbíu og Bandaríkjunum tilkynntu í dag að þau hefðu lagt hald á ellefu tonn af kókaíni. Stærstur hluti efnanna fannst í frumskógum Kólumbíu. Fjallað er um málið á vef Reuters. Til að setja fundinn í samhengi þá nemur verðmæti efnanna, sé miðað við verð á grammi af kókaíni hér á Íslandi, um 187 milljörðum króna. Fyrir þá upphæð mætti reka Landspítalann í rúm þrjú ár. Við þá útreikninga er miðað við upplýsingar frá SÁÁ. Í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir því verðhruni sem offramboð á efninu hefði í för með sér. Efnunum var smyglað út úr frumskógunum með því að fela þau í gámum sem innihéldu ávexti. Þaðan voru þau flutt til Bandaríkjanna og Ítalíu með viðkomu í löndum á borð við Panama, Kosta Ríka og Dóminíska lýðveldið. 33 hafa verið handteknir í dag í tengslum við málið, 22 í Kólumbíu en ellefu á Ítalíu. Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) aðstoðaði við rannsókn málsins. „Það er betra að heyja þetta í sameiningu,“ sagði fulltrúi DEA á blaðamannafundi í Rome þar sem tilkynnt var um haldlagninguna. Með honum á fundinum var Franco Roberti, sérstakur mafíusaksóknari Ítala. Fyrr á árinu sagði kólumbíska lögreglan frá sinni stærstu haldlagninu í sögunni. Þá fundust tæp átta tonn á kókaínu sem höfðu verið falin á bananaræktarlandi. Fundurinn í dag er því stærri.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira