Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 12:25 "Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá 2010. mynd/grindavík.is Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra. Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra.
Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18
Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27