Bæjarstjóri Grindavíkur líklega rekinn í kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 12:25 "Ég mun skoða það sem ég hef gert,“ segir Róbert Ragnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá 2010. mynd/grindavík.is Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra. Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Starfslokasamningur Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkur, verður tekinn fyrir á lokuðum aukafundi bæjarstjórnarinnar í kvöld. Starfslokin eru lögð til af meirihlutanum, í kjölfar þess að Róbert flutti frá Grindavík til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ýmsar ástæður fyrir því að starfslokasamningurinn er lagður fram. Hæst ber að nefna brottflutninginn, en jafnframt eru bæjarfulltrúar ósáttir við það að Róbert hafi leigt úr húsnæði sem hann sjálfur leigði af Grindavíkurbæ til ferðamanna, í gegnum airbnb. Trúnaður ríkir um fundinn en minnihlutinn hefur gagnrýnt það að hann sé haldinn fyrir luktum dyrum. Meirihlutinn segir hins vegar að um sé að ræða starfsmannamál, sem ávallt ríki trúnaður um. Þó verði send út yfirlýsing að fundi loknum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis starfslokasamningurinn sé, en gert er ráð fyrir að Róbert sitji í nokkra mánuði í viðbót, og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver taki við bæjarstjórasætinu. Róbert vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinu, en Grindavík er annað best rekna bæjarfélag landsins. „Ég mun skoða það sem ég hef gert og árangurinn sem hefur náðst á kjörtímabilinu. Þá sjá menn að það hefur bara gengið vel, þannig að það er ekkert í starfseminni sem gerir það að verkum að það þurfi eitthvað að skipta um bæjarstjóra. En svona er þetta bara í stjórnmálum; ef menn vilja skipta um bæjarstjóra þá bara gera þeir það,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Húsið sett á leigu í leyfisleysi og flutti svo úr bænum Róbert auglýsti herbergi í íbúð sinni, sem hann hafði afnot af starfi sínu vegna, á Airbnb í ágúst síðastliðnum. Hann tók auglýsinguna hins vegar út um mánuði síðar í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og baðst afsökunar á málinu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” sagði Róbert í samtali við Stundina í september. Bæjarfulltrúar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að um sé að ræða algjört dómgreindarleysi af hálfu bæjarstjórans. Þá greindi Róbert frá því á Facebook-síðu sinni í lok ágúst að hann hefði ákveðið að flytja frá Grindavík. Hann sagði að mörgum þyki það eflaust þverstæðukennt að hann skuli hvetja fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og hann flytji sjálfur úr bænum. „Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ skrifaði Róbert á Facebook. Starfslokasamningur Róberts verður tekinn fyrir á fundi bæjarstjórnar sem hefst klukkan 19 í kvöld. Tvö mál eru á dagskrá; útboðsgögn vegna uppbyggingar Miðgarðs og starfslokasamningur bæjarstjóra.
Tengdar fréttir Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18 Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Meint mannvonska bæjarstjóra veldur ólgu í Grindavík Fatlaður maður fluttur til innan húsnæðis bæjarins og sagður grátt leikinn. 5. september 2016 12:18
Óánægja með ákvörðun bæjarstjóra að flytja úr bænum Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir brottrekstur hafi borið á góma. 4. september 2016 10:27