Markasúpa í jafntefli Celtic og City | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2016 20:30 David Silva í baráttunni í Skotlandi. vísir/getty Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Sjá meira
Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Sjá meira