Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 17:45 Jakub Blaszczykowski fagnar marki sínu. Vísir/EPA Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira