Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Burak Yilmaz fagnar marki sínu. Vísir/EPA Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Sjá meira
Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Sjá meira