Roger Schmidt, þjálfari þýska 1. deildar liðsins Bayer Leverkusen var úrskurðaður í tveggja leikja bann og gert að greiða 15.000 evra sekt fyrir það sem hann sagði við kollega sinn hjá Hofefnheim um helgina.
Hoffenheim vann öruggan sigur á Leverkusen, 3-0, en Schmidt brjálaðist um það leyti þegar Hoffenheim komst í 2-0 og öskraði á Julian Nagelsmann, þjálfara Hoffenheim: „Þetta var ekkert. Ertu geðveikur? Haltu kafti!“
Þýska knattspyrnusambandið fundaði um málið í dag og úrskurðaði Schmidt í tveggja leikja bann. Sektin jafngildir tæplega tveimur milljónir króna.
Schmidt verður að slíta öllum samskiptum við Leverkusen-liðið hálftíma fyrir leik í bikarnum gegn neðrideildarliðinu Lotte á þriðjudaginn og í deildarleik gegn Wolfsburg á laugardaginn.
Bayer Leverkusen er í vandræuðm í þýsku deildinni en liðið er aðeins með tíu stig eftir átta leiki, tíu stigum frá toppnum og sex stigum frá Meistaradeildarsæti.
Tveggja leikja bann fyrir að segja: „Ertu geðveikur? Haltu kjafti!“
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið?
Íslenski boltinn




Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United
Enski boltinn



Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi
Fótbolti
Fleiri fréttir
