Assange ætlar að yfirgefa sendiráðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Fjölmiðlafólk safnaðist saman fyrir utan sendiráð Ekvadors í gær og beið átekta. Nordicphotos/AFP Breska útvarpið BBC fullyrti í gær að úrskurðarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu, að Julian Assange væri í raun haldið föngnum í sendiráði Ekvadors í London og það bryti í bága við alþjóðasamninga. Sænska utanríkisráðuneytið skýrði einnig frá þessu í gær. Wikileaks segir að Assange muni þó bíða þess að fá formlega staðfestingu frá nefndinni sjálfri. Nefndin mun birta niðurstöðu sína í dag, en vildi í gær ekki gefa fjölmiðlum neina staðfestingu á þessum fréttum. Assange hafði fyrr í gær lýst því yfir á Twitter-síðu sinni að hvernig sem niðurstaða nefndarinnar yrði þá myndi hann yfirgefa sendiráð Ekvadors í dag. Yrði niðurstaða nefndarinnar sér ekki í vil mundi hann gefa sig fram við lögreglu í Bretlandi, en yrði niðurstaðan jákvæð vænti hann þess að fá þegar í stað vegabréf sitt afhent og hætt yrði við allar tilraunir til að handtaka hann. Úrskurðarnefndin nefnist Vinnuhópur um óréttmætar fangelsanir. Hún var stofnuð árið 1991 og hefur það hlutverk að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið sviptir frelsi og skera úr um hvort það sé gert með ólöglegum hætti. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvadors í London frá júnímánuði árið 2012, eða í rúmlega þrjú og hálft ár. Stjórnvöld í Ekvador höfðu þá samþykkt að veita honum hæli. Hann hefur átt það á hættu að lögreglan handtaki hann, hætti hann sér út fyrir hússins dyr. Sænsk stjórnvöld hafa óskað eftir framsali hans vegna ásakana um kynferðisbrot, sem þau vilja yfirheyra hann um. Þá telur Assange sig eiga á hættu að hann verði framseldur til Bandaríkjanna, þar sem yfir honum vofa málaferli og fangelsi vegna uppljóstrana Wikileaks um framferði bandaríska hersins. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Breska útvarpið BBC fullyrti í gær að úrskurðarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu, að Julian Assange væri í raun haldið föngnum í sendiráði Ekvadors í London og það bryti í bága við alþjóðasamninga. Sænska utanríkisráðuneytið skýrði einnig frá þessu í gær. Wikileaks segir að Assange muni þó bíða þess að fá formlega staðfestingu frá nefndinni sjálfri. Nefndin mun birta niðurstöðu sína í dag, en vildi í gær ekki gefa fjölmiðlum neina staðfestingu á þessum fréttum. Assange hafði fyrr í gær lýst því yfir á Twitter-síðu sinni að hvernig sem niðurstaða nefndarinnar yrði þá myndi hann yfirgefa sendiráð Ekvadors í dag. Yrði niðurstaða nefndarinnar sér ekki í vil mundi hann gefa sig fram við lögreglu í Bretlandi, en yrði niðurstaðan jákvæð vænti hann þess að fá þegar í stað vegabréf sitt afhent og hætt yrði við allar tilraunir til að handtaka hann. Úrskurðarnefndin nefnist Vinnuhópur um óréttmætar fangelsanir. Hún var stofnuð árið 1991 og hefur það hlutverk að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið sviptir frelsi og skera úr um hvort það sé gert með ólöglegum hætti. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvadors í London frá júnímánuði árið 2012, eða í rúmlega þrjú og hálft ár. Stjórnvöld í Ekvador höfðu þá samþykkt að veita honum hæli. Hann hefur átt það á hættu að lögreglan handtaki hann, hætti hann sér út fyrir hússins dyr. Sænsk stjórnvöld hafa óskað eftir framsali hans vegna ásakana um kynferðisbrot, sem þau vilja yfirheyra hann um. Þá telur Assange sig eiga á hættu að hann verði framseldur til Bandaríkjanna, þar sem yfir honum vofa málaferli og fangelsi vegna uppljóstrana Wikileaks um framferði bandaríska hersins.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira