Í stað þess að svara spurningum þingmanna, sat Shkreli fastur fyrir og neitaði að svara. Þess í stað tjáði hann sig á Twitter að fundinum loknum og kallaði þingmennina fífl.
Þingmennirnir notuðu þó tækifærið og predikuðu yfir þögulum Shkreli um langt skeið. Eftir fundinn veltu þingmennirnir fyrir sér hvort þeir ættu að ávíta Shkreli fyrir að sýna þinginu vanvirðingu.
Hard to accept that these imbeciles represent the people in our government.
— Martin Shkreli (@MartinShkreli) February 4, 2016
Nokkrum klukkustundum eftir að fundinum lauk sendi lögmaður Shkreli frá sér tilkynningu þar sem hann segist hafa skipað honum að svara spurningunum ekki. Benjamin Brafman tók einnig fram að Shkreli hafi ekki viljað sýna þingmönnum óvirðingu, heldur hafi hann verið reiður yfir því að þurfa að sitja undir röngum ásökunum og ekki geta leiðrétt þingmennina.
Hann sagði Shkreli vera bráðgáfaðan visindamann sem væri að reyna að bjarga mannslífum. Hann væri ekki illmenni og ekki slæmur stákur. Ef eitthvað væri hann hetja.
Check out my slick escape from the photographers into my armored SUV. #smoothhttps://t.co/QUntgc0Roo
— Martin Shkreli (@MartinShkreli) February 4, 2016