Viðskipti erlent

Ver ákvörðun að hækka verð á lyfi til alnæmissjúklinga um 5 þúsund prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing Pharmaceuticals, gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra vogunarsjóðs.
Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing Pharmaceuticals, gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra vogunarsjóðs.
Framkvæmdastjóri bandarísks lyfjafyrirtækis hefur varið ákvörðun fyrirtækisins að hækka verð á 62 ára gömlu lyfi sem notað er af alnæmissjúklingum um rúmlega fimm þúsund prósent.

Í frétt BBC segir að lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceuticals hafi keypt réttinn að lyfinu Daraprim í ágúst síðastliðinn.

Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing, segir að fyrirtækið muni nota féð af sölu lyfjanna til frekari rannsókna.

Lyfjaskammtur af Daraprim kostaði áður 13,50 Bandaríkjadali, um 1.700 krónur, en mun eftir hækkun kosta 750 Bandaríkjadali, um 97 þúsund krónur.

Framleiðslukostnaður pillunnar er um einn Bandaríkjadalur, en Shkreli, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri vogunarsjóðs, segir að sá kostnaður taki ekki til annarra kostnaðarliða eins og markaðssetningar og dreifingar. Slíkur kostnaður hafi stóraukist síðustu ár.

„Við erum einfadlega að rukka rétt verð sem markaðir og fyrrum rétthafar gerðu ekki,“ segir Shkreli og bætir við að ákvörðunin sé ekki úr takti við annað sem gerist á þessum markaði.

Að neðan má sjá viðtal Bloomberg við Shkreli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×