Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2016 11:23 Í svari forsætisráðuneytisins er sagt að auglýsingarnar geti vart talist til marks um að stjórnarflokkarnir séu komnir í kosningaham. Í svari við fyrirspurnum Vísis, sem snúa að blaðaauglýsingum ríkisstjórnarinnar, kemur fram að kostnaður þeirra vegna hafi verið 2,3 milljónir króna og hafi það fé verið tekið af svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.Vísir greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi hunsað fyrirspurnina, sem lögð var fram 14. þessa mánaðar og send til Sigurðar Más Jónssonar upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Hann svaraði því svo til að málið væri í vinnslu en svaraði hins vegar í engu tveimur fyrirspurnum þar sem grennslast var fyrir um hvað málinu liði. Í upplýsingalögum er miðað við sjö daga og var sá frestur því úti. Í þeirri frétt er jafnframt greint frá því að ýmsir túlki þessar auglýsingar sem flokkspólitískan áróður. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, benti einnig á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að Katrín Júlíusdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi vegna málsins.Ríkisstjórnin vill efla verðvitund almennings Fyrirspurnin var í nokkrum liðum, þar sem meðal annars var spurt hvaðan féð sem varið var til auglýsingagerðarinnar og svo birtingar kæmi, hversu mikill sá kostnaður væri, hvort eðlilegt væri að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, hvort túlka megi auglýsingarnar svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum?Hér getur að líta aðra auglýsinguna, en skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins segir tilgang hennar hafa verið þann að efla verðlagsvitund almennings.Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins upplýsir að um sé að ræða tvær auglýsingar sem birtar voru í nafni ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar hafi verið að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og „beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni,“ segir í svarinu sem sjá má í heild sinni hér neðar. Í auglýsingunni er því reyndar einnig haldið fram að kaupmáttur hafi aukist og birt súlurit sem á að vera því til sönnunar.Auglýsingarnar ekki til marks um kosningahug Tilgangur seinni auglýsingarinnar, segir Ágúst Geir að hafi verið sá að vekja athygli á því að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframalaga föllnu bankanna til niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs. Þá segir jafnframt í bréfi skrifstofustjóra að forsætisráðuneytinu sé ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti „sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“Svar forsætisráðuneytisins í heild sinni „Sæll Jakob. Vísa til neðangreindar fyrirspurnar þinnar. Tvær auglýsingar hafa nýverið verið birtar í fjölmiðlum í nafni ríkisstjórnar Íslands, skv. ákvörðun hennar og voru auglýsingarnar kostaðar af fjárlagalið 09-990 í fjárlögum fyrir árið 2016, svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar var að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni. Hvatningin var sett fram í tengslum við lagabreytingar sem fólu í sér lækkanir á tollum af fötum, skóm og öðrum nauðsynjavörum sem tóku gildi um áramótin. Tilgangur síðari auglýsingarinnar var að vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðuleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs. Framagreindur tilgangur og forsendur auglýsinganna tveggja var, að mati ríkisstjórnar, talin réttlæta að kostnaður vegna birtingu þeirra yrði greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar. Kostnaður vegna auglýsinganna nam 2,3 millj. kr. Ekki eru fyrirhugaðar frekari birtingar auglýsinga. Forsætisráðuneytinu er ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á afgreiðslu erindisins.“ Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í svari við fyrirspurnum Vísis, sem snúa að blaðaauglýsingum ríkisstjórnarinnar, kemur fram að kostnaður þeirra vegna hafi verið 2,3 milljónir króna og hafi það fé verið tekið af svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.Vísir greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi hunsað fyrirspurnina, sem lögð var fram 14. þessa mánaðar og send til Sigurðar Más Jónssonar upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Hann svaraði því svo til að málið væri í vinnslu en svaraði hins vegar í engu tveimur fyrirspurnum þar sem grennslast var fyrir um hvað málinu liði. Í upplýsingalögum er miðað við sjö daga og var sá frestur því úti. Í þeirri frétt er jafnframt greint frá því að ýmsir túlki þessar auglýsingar sem flokkspólitískan áróður. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, benti einnig á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að Katrín Júlíusdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi vegna málsins.Ríkisstjórnin vill efla verðvitund almennings Fyrirspurnin var í nokkrum liðum, þar sem meðal annars var spurt hvaðan féð sem varið var til auglýsingagerðarinnar og svo birtingar kæmi, hversu mikill sá kostnaður væri, hvort eðlilegt væri að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, hvort túlka megi auglýsingarnar svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum?Hér getur að líta aðra auglýsinguna, en skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins segir tilgang hennar hafa verið þann að efla verðlagsvitund almennings.Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins upplýsir að um sé að ræða tvær auglýsingar sem birtar voru í nafni ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar hafi verið að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og „beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni,“ segir í svarinu sem sjá má í heild sinni hér neðar. Í auglýsingunni er því reyndar einnig haldið fram að kaupmáttur hafi aukist og birt súlurit sem á að vera því til sönnunar.Auglýsingarnar ekki til marks um kosningahug Tilgangur seinni auglýsingarinnar, segir Ágúst Geir að hafi verið sá að vekja athygli á því að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframalaga föllnu bankanna til niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs. Þá segir jafnframt í bréfi skrifstofustjóra að forsætisráðuneytinu sé ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti „sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“Svar forsætisráðuneytisins í heild sinni „Sæll Jakob. Vísa til neðangreindar fyrirspurnar þinnar. Tvær auglýsingar hafa nýverið verið birtar í fjölmiðlum í nafni ríkisstjórnar Íslands, skv. ákvörðun hennar og voru auglýsingarnar kostaðar af fjárlagalið 09-990 í fjárlögum fyrir árið 2016, svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar var að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni. Hvatningin var sett fram í tengslum við lagabreytingar sem fólu í sér lækkanir á tollum af fötum, skóm og öðrum nauðsynjavörum sem tóku gildi um áramótin. Tilgangur síðari auglýsingarinnar var að vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðuleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs. Framagreindur tilgangur og forsendur auglýsinganna tveggja var, að mati ríkisstjórnar, talin réttlæta að kostnaður vegna birtingu þeirra yrði greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar. Kostnaður vegna auglýsinganna nam 2,3 millj. kr. Ekki eru fyrirhugaðar frekari birtingar auglýsinga. Forsætisráðuneytinu er ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á afgreiðslu erindisins.“
Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13
Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04