Freyr: Skil ekki ákvörðunina að spila á gervigrasi en Harpa skálar í kampavíni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 15:30 Freyr Alexandersson með aðstoðarþjálfaranum Ásmundi Haraldssyni og markvarðaþjálfaranum Ólafi Péturssyni. vísir/stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58
Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15
Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32