Trump skýtur föstum skotum á Obama Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 22:18 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/Getty Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur sakað núverandi forseta – Barack Obama um að stilla upp vegatálmum til að gera honum erfiðara fyrir að taka við valdataumum landsins í janúar.Trump hafði nýlega sakað ríkisstjórn Obama um að koma fram við ríkisstjórn Ísraela af algjöru virðingarleysi en hann bað Ísraela um að þrauka þar til hann kæmist til valda í janúar.Sjá einnig: Trump biður Ísraela um að þrauka til 20.janúarÁsakanir Trump á hendur Obama birtust á Twitter síðu Trumps í dag, eins og raunar flestar skoðanir Trumps. Þar tók Trump þó ekki fram nákvæmlega hvernig Obama á að hafa lagt vegatálma fyrir valdaskiptum en Trump hafði þó áður látið í ljós pirring sinn yfir nýlegum ummælum Obama, þar sem hann sagði að hann hefði unnið ef hann hefði boðið sig fram aftur. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að Obama vekur mesta aðdáun Bandaríkjamanna en Trump einungis næst mestu. Það mun örugglega ekki verða til þess að lægja pirring Trump í garð forvera síns.Sjá einnig: „Ekki fræðilegur!“ Auk þess var Trump afar gagnrýninn á þá ákvörðun ríkisstjórn Obama að sitja hjá þegar öryggisráðið kaus að álykta gegn landnemabyggðum Ísraela í Palestínu og ljóst að þegar ríkisstjórn Trump tekur við mun verða algjör stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum í alþjóðamálum. Þá hefur Trump einnig farið mikinn á Twitter undanfarið þar sem hann hefur barið sér á brjóst fyrir mælingar sem sýna fram á að Bandaríkjamenn séu nú bjartsýnni en áður. Hingað til hefur Trump og starfsteymi hans að mestu leyti hrósað Obama fyrir stjórnarskiptaferlið og meðhöndlun hans á því en Obama hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að valdaskiptin fari fram með friðsamlegum hætti.Doing my best to disregard the many inflammatory President O statements and roadblocks.Thought it was going to be a smooth transition - NOT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15 Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04 Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
„Ekki fræðilegur!“ Donald Trump gefur lítið fyrir yfirlýsingar forvera síns, Baracks Obama. 26. desember 2016 23:15
Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Donald Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. 28. desember 2016 15:04
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23