Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 17:23 Barack Obama. Vísir/Getty Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira